Ítarefni

1. Á vefunum www.gegnir.is og www.leitir.is er mögulegt að slá inn leitarorðið sjálfsvíg og þá kemur upp fjöldi bóka og ritgerða um efnið. Einnig er bókalisti aftast í bæklingnum Ástvinamissir vegna sjálfsvígs (sjá undir liðnum Aðstandendur).

2. Á vefnum missir.is er að finna þennan bókalista:
http://www.missir.is/results_efnisordaleit.asp

3. Á vef Landlæknisembættisins er að finna mjög ganglegt fræðsluefni um andlega heilsu almennt: Þjóð gegn þunglyndi

4. Kvikmyndir:

It´s a Wonderful Life; jólamynd sem hjálpar okkur að minnast björtu hliðanna.

After Jimmy; mynd sem fjallar um ólík viðbrögð foreldra eftir sjálfsvíg.

Bambi Effekten, norsk mynd frá árinu 2011 og sýnd það haust í Norska ríkissjónvarpinu. Fjallar um samband ungra stúlkna sem íhuga sjálfsvíg saman.

5. Tölfræði:

Á Íslandi sviptu 336 manneskjur sig lífi á árunum 2001-2010.

Á sama tíma dóu 190 manneskjur í umferðaslysum.

Árið 2001 dóu 24 í umferðinni, en 38 í sjálfsvígum.

Árið 2010 dóu 8 í umferðinni, en 40 í sjálfsvígum.

Allt árið um kring vinnur Umferðarstofa að því að fækka banaslysum í umferðinni hér á Íslandi. Miðað við tölurnar hér að ofan er árángur þeirrar vinnu stórkostlegur.

Á Íslandi er engin sambærileg stofnun við Umferðarstofu sem vinnur að forvörnum í sjálfsvígum. Samt er dánartíðni af völdum sjálfsvíga svona skelfilega mikið meiri.

Árlega hringir fólk í neyðarsíma Rauða krossins 1717 símtöl vegna þess að það er annað hvort sjálft í sjálfsvígshugleiðingum eða vegna þess að það hefur áhyggjur af einhverjum í slíkum hugleiðingum eins og sjá má á eftirfarandi tölum:


Símtöl frá fólki í sjálfsvígshugleiðingum:

Árið 2011 ... 218

árið 2010 ... 210

árið 2009 ... 134


Símtöl frá þeim sem höfðu áhyggjur af öðrum voru:

árið 2011 ... 44

árið 2010 ... 77

árið 2009 ... 45


Fjölgun eða fækkun þessara símtala milli ára fylgir þó ekki endilega sveiflum í sjálfsvígstíðni.