Stuðningskvöld/Opið hús 25. Nóvember

Fyrir þau sem hafa misst í sjálfsvígi eru haldin sérstök stuðningskvöld/opin hús í safnaðarheimili Breiðholtskirkju á þriðjudögum einu sinni í mánuði og standa frá kl. 20:00-21:30.Stuðningskvöldin/Opnu húsin á haustönn 2014 og vorönn 2015 eru eftirfarandi:

25. Nóvember 2014 
16. Desember 2014
27. Janúar 2015 
24. Febrúar 2015

24. Mars 2015 

28. Apríl 2015
26. Maí 2015

Athygli skal vakin á þvi að hér eru ekki á ferð lokuðu stuðningshóparnir sem séra Svavar Stefánsson í Fella- og Hólakirkju hefur séð um heldur er þetta annar valkostur fyrir þennan hóp, þ.e. þá sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi. Það er Þórey Dögg Jónsdóttir djákni sem sér um stuðningskvöldin/ opnu húsin ásamt Benedikt Þór Guðmundssyni aðstandanda.